Halló.

Nú var borðtölvan mín að gefa upp öndina eftir rúmlega fjögurra ára dygga þjónustu og mér fróðari menn segja að það borgi sig ekki að gera við hana.

Það eru, eins og áður hefur komið fram, rúm fjögur ár síðan ég skoðaði markaðinn síðast og eftir að hafa skoðað nokkrar tölvuverslanir á netinu sé ég að það eru ansi margar verslanir með ansi margar álitlegar vélar. Það er því úr vöndu að velja.

Mér þætti mjög gott ef þig gætuð gefið mér góð ráð varðandi tegundir og helst jafnvel gefið mér linka á öflugar vélar sem kosta ca. 150.000 án skjás og hátalara. Í raun vantar mig engin jaðartæki nema lyklaborð, það gamla er orðið lélegt.

Ég legg áherslu á öfluga vinnslu í mynd- og hljóðvinnslu forritum auk erfiðra og “frekra” leikja á borð við Football manager sem og leikja sem krefjast öflugs þrívíddarkorts.

Með fyrirfram þökk,
Premium