Sæll! ég hef aðeins kynnt mér þessi mál, hef áhuga á hljóðlátum lausnum.
Þú gætir alveg keypt þér borðtölvu móðurborð með fartölvu örgjörva (þeir hitna minna = minni viftusnúningar), og fengið þannig sæmilega hljóðláta vél. Gætir jafnvel fundið kælingu á slíka tölvu sem væri viftulaus. Það er líka til mörg viftulaus power-supply, eins og t.d. þetta:
http://www.legitreviews.com/article/125/1/Það er til einhver slatti af flottum skjákortum sem eru ekki með viftu.
En eftir stendur þá hávaði frá hörðu diskunum, þeim mun fleiri því meiri hávaði. EKKI fá þér Western Digital diska. Seagate eða Samsung eru mun hljóðlátari. Fujitsu stæra sig einnig af hljóðlátum diskum. í þessari grein hér kemur samsung best út, en hún er frá 2004 þessi:
http://www.silentpcreview.com/article152-page1.htmlEinnig er auðvitað smá hávaði frá CD/DVD drifum, en það er bara rétt á meðan það er verið að lesa/skrifa á þeim.
Svo er alltaf raunhæfur möguleiki að sleppa því alveg að hafa tölvuna hljóðláta og hafa hana í öðru herbergi en því sem óskað er eftir hljóðleysi.
Félagi minn notaði þessa lausn með góðum árangri, hann boraði gat í vegginn hjá sér fyrir snúrur og hafði tölvuna hinumegin við vegginn. Þetta er lítið mál í gegnum gifs eða spónaplötuveggi.
Svo er auðvitað hægt að kaupa framlengingarsnúrur fyrir: lyklaborð, mús,hljóð og skjá. Kanski er það bara einfaldasta lausnin ?
Eini gallinn við þessa lausn er að þurfa að fara í næsta herbergi til að t.d. setja geisladisk í tölvuna eða USB lykil. En það er hægt að framlengja það líka ;)