Jæja, ég er farinn að halda það að það hefur orðið einhver tæknileg bilun í skjánum… og þó. Ég vona bara að einhver hafi lausnina á þessu vandamáli , og hér kemur það:
Ég er með AL1716 acer skjá sem ég keypti hjá tölvulistanum og allt hefur gengið vel hingað til (fyrir utan vesen með tölvuna ((tölvulistahelviti!)) ) *ehhemm* En já…
Ég gat keyrt skjainn alveg upp i 140 hertz og var anægður með það og allt var í blíðu og stríðu..
Þar til núna! Hann hefur allt i einu stokkið í 75 hertz og þegar ég reyni að keyra honum i 80 hertz þá kemur “No input supported” … og flestir leikirnir eru keyrðir í 75 herts+ !!! … þá er það bara alt+tab og close!
Ég skil bara ekki! Ég er buinn að reyna að hala niður AL1716 driver en ekkert virkar!… og þetta er ekki skjákort vandamal heldur..
Takk fyrir mig.