Mig vantar hjálp með skrifara sem ég keypti mér um daginn. Málið er að ég tel mig hafa tengt hann í tölvuna eins og gera eigi en tölvan virðist ekki koma auga á hann. Ég get opnað drifið og sett diska í eins og ekkert sé, þannig að rafmagnið er alla vega tengt. Aftur á móti finnur tölvan ekki drifið né neinn disk sem ég set þar í.

Einhverjar hugdettur um hvað ég gæti gert eru vel fegnar, og það væri afar þægilegt ef þið gætuð útskýrt málið á mannamáli en ekki æðra tölvumáli eins og l33t eða binary.

Þakkir.