Þessi tölva hér.Móðurborð: ASRock 939SLI32-eSATA2Móðurborðið býður upp á SLI tækni, getur haft tvö eins skjákort starfandi í tölvunni ef þú villt, og þetta móðurborð er fyrir PCI-e skjákort..
Móðurborðið er með fjórar minnisraufar, og tekur max 4GB af vinnsluminni (RAM).
Pláss fyrir fjóra SATA2 harða diska, ætti að vera nóg og meira en það. Sex USB tengi, innbyggt hljóðkort, innbyggt netkort og S939 sökkull, þannig að örgjörvinn passar við.
Vinnsluminni: G.Skill F1-3200PHU2-2GBZXVinnsluminnið er 2GB (2x1GB), Timings er 2-3-2-5, þetta er líka meira en nóg, allavega eins og er, en ég hef heyrt að windows vista taki 1GB eitt og sér, þannig að það er eins gott að hafa nóg af vinnsluminni.
Örgjörvi: AMD Opteron 165 DenmarkÞessi örgjörvi er tvíkjarna (dual core), klukkuhraðinn er 1,8GHz, 2x1MB L2 skyndiminni, og S939 sökkull. Þetta er víst einhver besti örgjörvi til að yfirklukka (overclock) sem komið hefur út, að yfirklukka er einfaldlega að hækka klukkuhraðann með stillingum, en það er eins gott að fara varlega í það og lesa sér til um áður en maður byrjar ef maður vill ekki skemma búnaðinn.
Harður Diskur: Samsung Spinpoint 250GB SATA2Þú getur troðið 250GB af lögum, bíómyndum, tölvuleikjum eða hverju sem þú villt inná þennan harða disk, snúningshraðinn er 7200RPM, diskurinn snýst 7200 sinnum á mínútu. Ég er ekki alveg með á hreinu hvernig SATA2 virkar, en þetta er eitthvað í sambandi hvernig harði diskurinn er tengdur við móðurborðið, SATA2 er allavega það besta sem þú átt að venjast nú til dags, þannig að þessi harði diskur er pottþéttur.
Skjákort: XFX GeForce 7900GTGeforce 7900gt kortið er með þeim vinsælari í dag og þykir mjög gott miðað við verð, þetta kort er lítillega yfirklukkað (overclocked), þannig að það ætti að vera aðeins betra heldur en kortið sem t.d. ég er með (Geforce 7900GT, ekki yfirklukkað). Klukkuhraðinn er 500MHz, og minnishraðinn 1500MHz, þetta er PCI-e skjákort.
Geisladrif: NEC DL DVD-skrifari svarturGetur skrifað DVD diska með þessu, ætla ekki að fara nánar út í þetta. Ég er farinn að verða þreyttur.
Aflgjafi: Aspire 520W aflgjafi m. þrem viftumAflgjafinn er 520W, sem er nóg fyrir allan ofur búnaðinn í tölvunni, og það fylgja þrjár kæliviftur með.
Lyklaborð: Genius KB-21eÞetta lyklaborð er tengt í USB tengi á tölvunni, þetta er ekki þráðlaust. Ég er sjálfur með svona lyklaborð, og finnst þetta bara mjög fínt, nota ekki þessa auka hnappa neitt reyndar (það eru 21 aukahnappur á lyklaborðinu, þar á meðal my computer, play takki, stopp takki, rewind takki, forward takki, takkar til að hækka og lækka og fleira.
Mús: Genius Ergo 525Ég er líka með þessa mús, og þetta er fínasta mús fyrir leikjafíklana, hægt að hækka og lækka hljóðið með henni, stilla mouse sensetivity (hversu hratt músin hreyfist), og svo eru tveir aðrir takkar sem ég veit ekkert hvað gera, og svo auðvitað skrunhjól (eða hvað sem þetta kallast) og vinstri og hægri músatakkar.
Hátalarar: Genius SP-J16Ég er líka með þessa hátalara, nota reyndar heyrnartólin mikið meira, en þegar hátalarnir eru notaðir þá standa þeir sig með þrýði, 5W hver hátalari, gerir 10W samtals (bara svona til öryggis, ef þú kannt ekki að reikna)
Heyrnartól: Icemat Siberia, hvítÞessi heyrnartól eru hönnuð fyrir leikjaspilun og það fylgir með hljóðnemi sem hægt er að smella á og af, hef ekki prófað þessi heyrnartól sjálfur, en miðað við lýsinguna og verðmiðann, er ég viss um að þau séu frábær.
Tölvukassi: Aspire X-Cruiser svartur ATXEkki mikið að segja um kassann kannski, það er allavega nóg pláss fyrir allt, og það fylgja tvær kæliviftur með honum, tvö USB tengi framan á, og eitt tengi fyrir hljóðnema, og eitt fyrir heyrnartól, stærð kassans er 48,9 x 19,7 x 43,2cm.
Ég bætti líka við einni örgjörvaviftu og einni kassaviftu í pakkann, og þetta fæst allt í Kísildal, www.kisildalur.is.