Ég er að fara að skipta minni 3 ára gömlu tölvu út, og þar sem ég veit ekkert sérstaklega mikið um innvolsið í þessu þá þarf ég smá hjálp frá ykkur.
Mig vantar góða leikjatölvu með ágætu plássi. Ætla að nota núverandi skjá, lyklaborð, mús etc áfram.
Ég rak augun í neðangreinda tölvu á computer.is og var að pæla hvort eitthvað vit væri í að kaupa þetta eða ég ætti að fá mér eitthvað annað ..
————————
ATOP-turn, AMD Athlon 64
Turnkassi: Flottur svartur ATOP X-Blade 859SV
Spennugjafi: 400 W hljóðlátur (með 12 cm viftu)
Örgjörvi: AMD Athlon 64 3700+ , 939 sökkull, 1M Cache
Móðurborð: MSI K8N NEO4-F móðurborðið fyrir Athlon A64/64FX/A&GL/SATA/ATX
Vinnsluminni: 2048 MB DDR PC3200 400 MHZ
Harður diskur: 250 GB, SATA300, 7200 RPM 8 MB buffer
Skjákort: 7600GT PCI-Express 256 MB TV-Out/DVI
Innbyggt hljóðkort: 8 rása Realtek ALC850
Innbyggt netkort: Marvel 88E1111 PCI-E Gigabit LAN
—————————-
99.900 kr
Endilega bjargið mér, ég er alveg týndur.