Allavega, ég ætlaði að tengja gamla harðadiskinn minn (6,4GB) við tölvuna mína og afrita allt það sem ég vill yfir á hann áður en ég formata stóra diskinn (45GB). Mér hefur verið sagt að það sé nóg að tengja bara diskinn og láta jumperana rétt á. Ég fór eftir einhverjum leiðbeiningum sem ég á, (þetta eru báðir Maxtor diskar)og lét jumperana á seinni diknum sem Slave. Hinn er stilltur á master. Svo á að vera nóg að kveikja bara á tölvunni og Windows á að finna þetta og allt ready er það ekki ??? (ég er með W2k ef það skiptir einhverju)En svo þegar ég kveiki á tölvunni gerist ekkert !! Ekkert drive letter fyrir minni diskinn komið :( Nú prufa ég að fara í “computer Management”og skoða Device managerinn. Þar sé ég að báðir diskarnir eru (Maxtor 90680D4 = minni diskurinn og Maxtor 54610H6 = stóri)Það sem ég hef tekið eftir þarna er að þegar ég er með litla selectaðan hef ég möguleika að bæði uninstalla og disable hann en aðeins uninstalla stóra.
Núna fer ég í “disk Management og skoða þar og sé að diskur 0 (stóri) er ”healthy“ en diskur 1 (litli) er ”unallocated".
Það sem ég skil ekki er hvað ég á að gera til að fá diskinn til að byrtast í My computer og hvernig ég geri það.
Plz einhver að hjálpa mér sem fyrst !<br><br>
- Steini -
Kv, Steini