Það er ekki algengt að hér komi upp vandamál með prentara, en here it goes.
Ég er með Epson 640 Color prentara og málið er að alltaf þegar ég kveiki á honum á AÐAL stýrikerfisstaðnum mínum (er með tvö Windows kerfi installeruð) þá prentar hann bara endalaust einhverja ruglstafi úr prentaranum!
Ég er búinn að slökkva á prentarann, taka hann úr sambandi, búinn að uninstalla drivera fyrir það, búinn að eyða möppunni úr program files og búinn að henda öllu sem tengist prentaranum úr Registryinu!
Þetta er nú meiri vitleysan og ég er alveg stopp við að fá hugmyndir til þess að framkvæma.
Er einhver hugari hérna sem að leynir á sér hugmynd sem gæti reddað þessu?