Ég er með eitt vandamál…

Ég keypti vél hjá TækniBæ, 1400MHz örgjörvi, 512MB DDR vinnsluminni, A7A266 Socket A móðurborð með aLi chipsetti, GeForce2 MX 400 64MB, 2x harðir diskar: 10GB & 40GB

Ég fer í Quake3, Return to castle Wolfenstein (alla svona 3d persónuskotleiki) og byrja að spila og eftir svona 5min-1klst (mismunandi) þá frís leikurinn í 2 min og slekkur svo á sér og kemur error.. “General Fault Error” og ekkert meira um þann error og svo stendur bara “OK”. Ég ýti á hann, þá get ég gert allt í vélinni (hún frís ekki bókstaflega).

Í gær var ég að vinna í vélinni og hún restartaði sér án þess að ég bæði hana um það.

Svo í gær var ég að vinna í vélinni og hún fraus, ég gat ekki ýtt á ctrl+alt+del eða neitt, hún fraus bókstaflega.

Vitið þið hvað getur verið að þessari vél?
Mig vantaði SVO að komast í þessa vél með allt draslið mitt að ég var það vitlaus að opna vélina og rjúfa inseglið :( Nú get ég ekkert skipt henni eða neitt, andskotans asni er ég!

Ef þið hafið einhverja hugmynd um hvað þetta er þá megið þið endilega svara þessu.
<br><br>——————————
<i>Design is what you make out of it</i>
Guðjón Jónsson
<a href=mailto:gaui@gaui.is>gaui@gaui.is</a>
<a href=http://www.gaui.is>http://www.gaui.is</a
Gaui