hefurðu prófað að tengja hann við lappann þá og fengið eitthvað signal? Fín útilokunaraðferð? Þá veistu strax hvort hann sé dauður eða ekki :p
Og jú, hann er frekar slappur. Rosaleg bilanatíðni og veit að Tölvulistinn selur þá t.d. bara til að geta sagst vera með meira en eitt úrval, þ.e. Acer. Getur ekki ýmindað þér hvað ég er búinn að sjá marga Xerox klikka.
það slokknaði á honum þegar ég var að spila leik. get ekki kveikt aftur á honum og ég hef prufað að taka hann úr sambandi og bíða í smá stund og síðan þegar ég hef prufað að stinga honum aftur í samband og reyna aftur en ekkert .. :(
Þú hefur tvo möguleika. Sá fyrri er fljótlegri og útiilokar skjáinn.
Ég geri ráð fyrir að það sé VGA útgangur á fartölvunni? Ef svo er þá geturðu tengt skjáinn við hana og klónað skjáinn eða extendað hann. Ef þú færð mynd út frá því veistu að skjárinn er í lagi.
Hinn möguleikinn er að útiloka skjákortið en ef þú hefur fyrir hendi annað skjákort prófaðu þá það í þessari tölvu sem klikkaði. Ef þú færð mynd á skjáinn geturðu gengið útfrá að það sé skjákortið sem er gallað.
Ef þú ætlar að kaupa annan skjá (eða skipta í annan ef Xerox er í ábyrgð en gallaður) þá mæli ég með þremur merkjum sem klikka ekki en það eru ViewSonic, Samsung og Acer skjáirnir.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..