Ég þarf fartölvu, til að fara með í skólann og svona, ekki eitthvað til að nota lengi og þungar vinnslur, ég á borðtölvu ef mér dettur það í hug…
Þessi tölva sem ég er að fara að fá er mjög góð, þrátt fyrir að vera lítil að rúmmáli gefur hún stærri tölvum ekkert mikið eftir, auðvitað er jú einhverju fórnað, og þetta er alls ekki leikjatölva (enda IBM, þær eru engar leikjatölvur), en samt mjög góð tölva, lítil, létt og nett. Alveg frábær, ég myndi allaveganna ekki nenna að burðast um með þungar fartölvur um allt, of mikið vesen. Svo er kostur við þessar litlu tölvur, það er hægt að nota þær alls staðar, þær eru aldrei neitt fyrir. Forstjórinn hans pabba á svona tölvu, og þetta er besta fartölva sem hann hefur átt, og hann hefur átt nokkuð margar gegnum tíðina.