Hæ
Ég var að kaupa nýjan harðan disk í tölvuna mína (win98) frá Tölvulistanum. Diskurinn er 20 GB og er óformattaður.
Tölvan finnur ekk diskinn - vitið þið um einhverjar góðar síður þar sem ég get fundið leiðbeingar um setja nýjan disk í tölvuna.
Borgar sig að skipta disknum eitthvað upp í nokkra smærri diska?
Þegar ég var að setja diskinn í tók ég eftir tveimur innstungum á sömu snúrunni (rafmagn fyrir diskinn) ein sem var stór (passaði í diskinn) og svo önnur sem er minni (hvar á hún að koma og til hvers er hún?)
Kveðja
palm