Þannig er mál með vexti að ég er með tæplega tveggja ára dell fartölvu heima, sem er alveg frábær fyrir utan bévítans geisladrifið!
Drifið er alltaf að detta inn og út, virkar stundum en samt eiginlega aldrei. ég er farin að flytja lög á milli tölva heima hjá mér með minnislykli svo ég geti sett nýtt efni á iTunes hjá mér. Og ég get ekki spilað neina leiki því tölvan annaðhvort finnur ekki drifið eða lætur eins og það sé ekkert í því.
Í nóvember sl. fór ég með tölvuna í umboðið og þeir tóku hana og skiptu um geisladrif því þetta sem ég var með var eitthvað gallað. Núna er þetta hinsvegar að gerast aftur og er að gera mig brjálaða. Ég er búin að sækja update, reyna að hreinsa tenginguna á milli búin að biðja drifið um að virka en ekkert gerist.
Það liggur við að ég fari niður í umboð og heimti aðra tölvu, því ég held að mín hafi eitthvað mikið á móti geisladrifum. Veit einhver hvað gæti mögulega verið að? Er ekki að nenna að missa tölvuna frá mér í einhverjar 2 vikur (eins og gerðist síðast).