Getur verið smá mál en oftast ekki, flestar fartölvur í ódýrrari kantinum eru með með báðar minnisraufar uppteknar og því þarft þú að fórna kubbnum sem er í uppfærslu raufini sem er vanalega undir vélinni með hlíf eins og kom hér fyrr fram. Svo ef þú ert að uppfæra úr 512MB í 1GB á svoleiðis vél ertu í raun aðeins að uppfæra uppí 768MB, því vélin er með 2x256MB kubbum til að byrja með. Betri framleiðendur setja aðeins einn kubb í 1x512MB eða meira og því er ekkert vesen að uppfæra ef um svo er að ræða. Vanalega er sýnt í bæklingnum sem kom með fartölvuni hvernig maður skiptir um minni í uppfærslu raufinni en hinn minnisraufin er oft ekki eins aðgengileg og þarf oft að fjarlæga lyklaborðið og stundum er ekki hægt að uppfæra þá rauf!
Jæja vona þetta hafi hjálpað þér einhvað.