Jæja, núna er loksins komið að því, eftir margra ára bið er ég loksins að fara að fá fartölvu! Fæ hana fyrir skólann, og vil vanda valið.
Pabbi minn, sem vinnur mikið við tölvur og hefur ágætt vit á þeim, er búinn að benda mér á fína tölvu, IBM Thinkpad X series. Þetta er sem sagt mjög lítil IBM fartölva, aðeins 12" skjár, mjög létt og handhæg og þægileg. Meiri upplýsingar hér.
Ég vil vera viss, eru IBM ekki fínar tölvur? Er ekki mjög góð reynsla af þeim? Forstjórinn hjá pabba á allaveganna svona X series tölvu, og er stóránægður, ég veit eiginlega ekki um fleiri sem eiga svona tölvur…
Hvernig hafa IBM og Nýherji verið að standa sig? Ætti ég að fá mér svona tölvu? Ég myndi mest nota hana fyrir skólann og netið og svona, enga þunga leiki eða þannig, eru þetta ekki fínar vélar í það?
Endilega deilið með mér reynslu ykkar af Thinkpad, það væri gott =}