Ég keypti mér NPC 1gb pc3200 400ddr 128bit minni á ebay af gaur sem var með 901 feedback og þar af 99,5% positive.
Ég hef oft verslað á ebay og aldrei lent í veseni.
Ég er ekki 100% viss en tel þó samt að ég hafi verið svikinn.
Mér leist strax illa á þetta þegar ég opnaði pakkann og sá að þetta minni var miklu minna um sig en 512mb og 256mb minnin sem ég var með fyrir. Svörtu chipparnir á því voru að minnsta kosti helmingi minni chipparninr á 512mb minninu.
Því spyr ég þá sem hafa meira vit en ég á þessu… eru einhverjar líkur á þvíu að 1gb minni sé miklu minna að umfangi en 512 eða 256mb minni?
Minnið passaði alveg í slottið en tölvan startaði ekki upp með það í.