Fæ svartan skjá aftur og aftur
Sko, svona er málið, ég er í tölvunni og svo fæ ég bara svartan skjá, ekkert error dæmi sem kemur eða neitt, bara svartur skjár en hann fer samt stundum og kemur og ég þarf oft að slökkva bara á tölvunni þegar þetta gerist. Er þetta ofhitnun á skjákortinu? því hitinn sýndist vera í lagi þegar ég gáði, ég myndi giska á að þetta væri skjárinn því hann er nokkuð gamall en hvað haldið þið?