Já ég er viss, ég athugaði það meira að segja sjálfur.
Allt sem er í þessari tölvu lítur út fyrir að vera mjög gott, skjákortið til dæmis, nafnið platar mann alveg, ég held að þú eigir ekki eftir að geta spilað mikið af nýjum leikjum með þessu, því miður, minnið er örugglega eitthvað noname minni, þar sem framleiðandinn er ekki tekinn fram, og svo er alveg brjálaður örgjörvi, eiginlega of góður miðað við restina af dótinu.
Ég til dæmis er með 7900gt skjákort sem kostar eitthvað yfir 30.000kr, 2gb fínt minni, en samt bara amd 3500+ single core, og það dugar bara mjög vel.
Þú hefðir kannski átt að spurja um álit á tölvunni áður en þú pantaðir hana.