Góðan dag.
Svo vill svo til að ég er að fara uppfæra skjákortið mitt og þar sem ég veit að það þýðir ekkert að kaupa sér AGP lengur þá hef ég ákveðið að fara alla leið með það og kaupa mér nVidia GTX 7900 512MB ( XFX GeForce 7900 GTX Extreme 675MHZ 512MB 1.7GHZ DDR3 PCI-E Dual DVI-I TV-OUT SLI Ready Video Card ).
Nú það þýðir ekkert að röfla við mig um kortið ég er búinn að kaupa það. En ég þarf að ákveða bæði nýjan aflgjafa og nýtt móðurborð. Ég hyggst seinna kaupa mér nýjan örgjörva, en ekki núna. Þarf þess ekki strax að mínu mati. Seinna mun ég kannski kaupa annað svona kort til að setja svona dual dæmi í gang.
Ég vil vita með hvaða (600+W) aflgjöfum þið mælduð með, þar sem ég hef heyrt að SLI á þessu korti og þetta kort þarf svona gífurlegt afl. Og hvaða móðurborði þið mælduð með í þetta sem styður Intel Pentium 4 HT 2,8 Ghz örgjörva.
Með von um góð svör.