Til að geta verið með RAID uppsetningu á tölvunni þá þarftu eftirfarandi:
RAID stýringu (RAID Controller)
Flest móðurborð í dag eru með RAID stýringu (Onboard RAID Controller). Til að vera viss um hvort að móðurborðið þitt sé með stýringu fyrir RAID þá er best að kíkja í uppsetningarbæklinginn sem fylgdi móðurborðinu. Ef að þú ert með tölvu sem þú keyptir tilbúna til notkunnar s.s. Dell, HP o.s.frv. þá er best að þú annaðhvort talir við þann sem seldi þér tölvunna eða leitar þér af upplýsingum á netinu. Ef að þú ert ekki með móðurborð sem er með RAID stýringu þá geturðu keypt stýringu sem gengur í PCI rauf. Fáðu aðstoð hjá söluaðila til að velja réttu stýringuna.
Harða diska
Þú þarft að vera með að minnsta kosti tvo harða diska til að geta notað annaðhvort Stripe (RAID0) eða Mirror (RAID1). Æskilegt er að diskarnir séu nákvæmlega eins, þá meina ég sami framleiðandi, stærð og týpa. Það er samt hægt að nota ólíka diska en nýtnin á diskunum verður ekki góð. T.d. ef þú ert með einn disk sem er 200GB ATA100 og annan sem er 160GB ATA133 þá verða diskarnir bara notaðir sem 160GB ATA100. Það þýðir að þú tapar heilum 40GB sem verða ekki notuð og RAID'ið á aðeins eftir að keyra á 100MBps ekki 133MBps.
Ef þú ert að fara setja upp RAID þá þarftu að vera búinn að taka öll gögn af diskunum sem þú ætlar að nota vegna þess að þegar þú stillir þá sem RAID þá þarftu að formatta þá og þá glatast öll gögn á diskunum.
Flestar stýringar eru stilltar í gegnum sinn eigin BIOS, þannig að þegar stýringinn er virk þá ertu með sér BIOS fyrir RAID stýringuna og sér fyrir allt hitt. Það er einnig algengt að “onboard” stýringar séu stilltar í gegnum BIOS móðurborðsins.
Að gera þetta sjálfur krefst svolítillar tölvukunnáttu þannig að ef að þú treystir þér ekki til að gera þetta sjálfur þá skalltu tala við einhvern sem þú treystir til að gera þetta, t.d. tölvuverkstæði eða einhvern góðan vin.
Þú mátt einnig senda mér “pm” ef að þú vilt frekari upplýsingar.