Sæll Runni,
Ég er að vinna hjá hjá HT&T við innkaup á tölvubúnaði, sölu og því tengdu. Eins og þú væntanlega sérð á tímanum sem liðinn er frá því að þú sendir inn þinn kork þá er ég ekki activur hugari.
Anyway, þú spyrð hvort það sé eitthvað vit í þessu tilboði. Svar sem starfsmaður HT&T: Já. Óháð svar sem tölvugrúskari: Já.
Það eru nokkrar ástæður fyrir þessum svörum.
1. MAXDATA er kannski ekki þekktasta merkið á Íslandi, en þetta eru ágætis tölvur. MAXDATA er þýskt fyrirtæki, það stæðsta á þýska markaðnum og þriðji stæðsti tölvuframleiðandi Evrópu skv. þeim upplýsingum sem ég fékk síðast. Ástæðan fyrir því að MAXDATA er ekki þekkt á Íslandi, þrátt fyrir að hafa verið á markaðnum hér í rúm 2 ár er fyrst og fremst sú að HT&T ( og sem Tækni- & tölvudeild Heimilistækja fram að síðustu áramótum ) hefur einbeitt sér að fyrirtækjum, og ekki lagt út í neinn kostnað við auglýsingar eins og t.d. Tæknival gerði með Fujitsu-Simens (hvar er það merki í dag?) fyrir tæpum 2 árum.
2. Ferðatölvur eru framleiddar af ca. 10 fyrirtækjum í heiminum. OEM (Original Equipment Manufacturer) framleiðendur eins og MAXDATA, Dell, Compaq, HP, Gateway og fleiri kaupa svokallaðar “barebone” útgáfur af tölvunum frá ODM (Original Design Manufacturer) framleiðendum og setja örgjörva, harðan disk og vinnsluminni í tölvurnar, merkja þær með sínu nafni og setja þær á markaðinn. Sjá nánar <a href="
http://www.powernotebooks.com/Name_Brand.php3">hér</a>
3. Það sem skiptir máli í tölvum er að þær virki vel og það sé lág bilanatíðni í þeim, vegna þess að það er ekkert eins pirrandi og að missa tölvuna í einhvern langan tíma, eða ítrekað. MAXDATA framleiðir sínar vélar undir ISO-9002 staðli, og setur eingöngu hluti í vélarnar frá framleiðendum sem uppfylla sama staðal.
4. Líttu á markaðinn! Er einhver að bjóða sambærilega vél á svipuðu verði? Ég hef ekki fundið neinn. Það eru tvær megin ástæður fyrir þessu góða verði, HT&T lagði fram stóra pöntun hjá MAXDATA, vitandi það að Íslendingar eru ekki kjánar og þeir kaupa það sem sameinar gæði og verð. Með þessu fékkst afsláttur hjá framleiðanda sem neytendur, þið, fáið notið. Hin ástæðan er sú að Sparisjóðirnir gerðu samning við HT&T um að viðskiptavinir hans nytu sérstaklega góðra kjara á tölvum, eftir að þeir höfðu sjálfir kannað ferðatölvumarkaðinn. Ég held að önnur fyrirtæki á íslenska tölvumarkaðnum séu að taka ferðatölvukaupendur í þu… vegna þess að þau hafa fengið góðan afslátt hjá þeim fyrirtækjum sem þau versla við, en það sést ekki á verðunum…
5. Ef þú lendir á gallaðri vél er 2ja ára ábyrgð. Hardware bilanatíðni í tölvum er í raun undir 1%. Það sem yfirleitt klikkar er Windows stýrikerfið, og það er í raun ekki að klikka heldur eru notendur að setja upp allskyns forrit og taka þau út aftur, án þess að spá í að Windows getur farið í kleinu við það.
6. Kíktu til HT&T í Sætúni 8 og skoðaðu tölvuna sjálfur. Þú ert sennilega sjálf(ur) besti dómarinn um gæði búnaðarins. Það ert nú einu sinni þú sem þarft að nota tölvuna, ekki Steini eða Jói vinur, sem hefur rosalega mótaðar hugmyndir frá auglýsingum um hvaða tölvur séu bestar…
Vona að þetta svari einhverjum af þínum spurningum.
Kv,
Frami