Ég hef upp á síkastið verið að íhuga að “upgrade'a” tölvuna mína.
Hún var keypt fyrir tæpum 3 árum og allt í henni er orðið fremur slappt.
Ég hef verið að skoða hvað ég þarf að kaupa í hana seinustu daga og er ekki viss á því hvort ég þurfi nýjan örgjörva. Planið er að getað spilað flesta leiki og runnað flest allt á góðum hraða.
Ég ætla að kaupa 1 gb DDR vinnsluminni, líklegast frá G.Skill en minnið mitt núna er 512 mb.
Ég ætla að kaupa skjákort, Nvidia 7600 eða Nvidia 7900 GT. Það sem ég er með áður er Nvidia 5600.
Síðan er það harður diskur, er að hugsa um 250 gb í Att + Box.
Örgjörvinn minn er Intel(R) Pentium(R) 4 CPU 3.00GHz með held ég aðeins 512 KB “Level 2 Cache” (Flýtiminni, right?).
Þá er það spurningin: Þarf ég nýjan örgjörva til að runna alla leiki sem mig vantar Nvidia 7600 eða jafnvel 7900 í?
Ég er nefnilega frekar tæpur á því að kaupa nýjan örgjörva þar sem AMD DualCore 3800 2,2GHz kæmi helst til greina, þá þyrfti ég einnig að kaupa AMD móðurborð til að fylgja honum og það væri yfir 50.000 krónur.
Ég er kominn langa leið með þetta, búinn að afla mig nægra upplýsinga og slíkt.
Getur einhver leiðbeint mér að lokamarkinu?