Jæja, þannig er nú það að oft kemur það fyrir hjá mér að ég er að starta forriti, einhverju litlu, tölvan er t.d. búin að vera í gangi í smá stund (er með Win2000) og hún tekur sig bara til og einfaldlega slekkur á sér, restartar!
Ég lenti oft í þessu þegar ég var t.d. að spila CS að þegar ég var með server listann uppi og refreshaði svolítið þá kom blár skjár (ekki þessi venjulegi) með upplýsingum um einhverja villumeldingu, hætt að koma en þetta gerist í staðinn!
En ég náði einu sinni að lesa þetta og þar stóð að fæll væri eitthvað bilaður OSkernel.exe (að mig minnir en það var eitthvað kernel og það var exe fæll).
Nú er komið að ykkur snillingunum að athuga hvort einhver geti sagt hvað þetta getur mögulega verið.
Gæti þetta verið t.d. vinnsluminnið?
Örgjörvinn?

Mig vantar alveg sárlega hjálp, ég nenni svo aldeilis ekki að senda einhverjum fyrirtækjum upplýsingar í von um að fá svar, því tölvan verður orðin úrelt þegar ég loksins fæ svarið (og tölvan er jú á góðri leið með það hvort eða er :Þ )
En endilega ef þið þekkið eitthvað til þessarar villu eða leiðinda tölvunnar endilega látið mig vita.

Takk

ViceRoy