Sæll,
Installaðirðu driver? Að öllu eðlilegu þá áttu ekki að þurfa að installa neinum driver fyrir skjái í Windows XP, það sem að það detectar alla skjái sem Plug and Play.
Farðu fyrir mig í Start>Hægri-smellir á My Computer>Properties>Hardware>Device Manager.
Þarna sérðu “Monitors”, þú expandar það (ýtir á plúsinn) og Þar áttu að sjá annað hvort nafnið á skjánum þínum eins og t.d: “Dell D1025HE” eða bara “Plug and Play Monitor”. Það getur verið að það sé einnig eitthvað sem heitir “Secondary” þarna en það þýðir að skjákortið þitt styður 2 skjái (Dual Head).
Ef að það stendur “Defaulf monitor” þarna þá verðurðu að eyða því og hægri-smella síðan bara á eitthvað þarna inní Device Manager og velja “Scan for hardware changes”.
Þá finnur tölvan skjáinn aftur hún ætti að installa honum sjálf sem “Plug and Play monitor” eða nafnið á skjánum þínum. Ef hún gerir það ekki, stoppar t.d. og byður þig um að finna driverinn fyrir skjáinn, þá skalltu bara velja þann möguleika að tölvan leyti sjálf af driver. Hún notar þá mjög líklega “Plug and Play” driver sem á að ganga við alla skjái.
Þetta með að skjárinn slökkvi á sér er vegna þess að tölvan er stillt til að slökkva á skjánum eftir x-langan tíma miðað við að það sé ekkert átt við tölvuna. Þú getur breytt því með því að hægri-smella á desktopið, fara í Properties, velja “Screen Saver” flipann og fara í Power þarna neðarlega. Þar getur valið hversu langur tími þú vilt að líði áður en tölvan slekkur á skjánum og hvort að hún geri það. Þú getur einnig breytt öðrum stillingum þar.
Ég vona að þetta hjálpi þér eitthvað ;)
Kveðja, Sverri