Það sem helst ber að líta á í LCD-skjá kaupum er :
* Tegund
- Reyna að fá álit hjá sem flestum - persónulega myndi ég telja Samsung vera með þeim bestu.
* Stærð
- Skjástærð er mæld í tommum, algengustu skjástærðir í dag eru 17“ og 19”. Skjástærðin ein getur sagt okkur til um hver upplausnin á skjánum er líklega:
- 15“ skjár hefur venjulega 1024X768 punkta upplausn
- 17” og 19“ skjáir hafa venjulega 1280X1024 punkta upplausn
- 20.1” og 21" skjáir hafa venjulega 1600X1200 punkta upplausn
* Hámarks myndupplausn (resolution)
- Fjöldi punkta á skjánum á breiddina annars vegar og á hæðina hins vegar. Hægt er að notast við lægri upplausnir en þá missir skjárin nokkuð af myndgæðunum.
* Skerpu (contrast)
- Skerpa er skilgreind sem mismunur á svörtum punkti og hvítum og segir okkur að nokkru leiti til hversu nákvæma mynd skjárinn gefur. Hærra hlutfall er betra.
Mæli með 500:1 eða 700:1
* Viðbragstími (ms)
- Tíminn sem tekur fyrir punkt á skjánum að breytast úr einum lit í annan. Mæliaðferðir og staðlar á þessum mælingum eru á reiki en í augnablikinu eru bestu skjáirnir fyrir leikjaspilun með 3-8ms viðbragðstíma en bestu skjáirnir til að horfa á kvikmyndir í eru með 8-16ms viðbragðstíma..
Náði í flestar upplýsingarnar af www.kisildalur.is - mæli með þeim.
Einnig væri sniðugt af þér að spurja menn álits á www.vaktin.is - margir sérfræðingar þar.
Gangi þér vel =)