Halló, undanfarnar vikur hefur skjákortið verið að crasha.. Ég undraðist nátturulega fyrst þarsem þetta er svosem nýtt kort (Radeon 9800 pro
Ég spila WoW og hann er monster á skjákortið mitt, ég ss fattaði að það var alltaf að ofhitna, ég fór og aftengdi þá tölvuna mína, tók skjákortið út, skrúfaði það í öreindir og sá ekki neitt sem gæti verið að. Ég hélt að ég væri buinn að redda þessu þarsem það sást ekkert á viftunni.
Ég skelli skjákortinu aftur inn og held áfram að spila WoW, þá -10 min eftir það þá crasha ég aftur. Þá fer ég með tölvuna frammí stofu og fer að fikta.. kemst svo að því að viftan er laus, og ekkert mikið laus enn nógu laus til að missa kraft því þegar ég þrýsti létt á hana með t.d. tannstöngli þá fer hun í fullan kraft.
Ég verð nátturulega pirraður af svo minnimáttar bilunum geti haft svona mikil áhrif á tölvuna mína. Ég hringi þá í Tölvuvirkni á panta mér iCEBERGQ 4 kælingu. Panntaði hana reyndar á föstudag þannig ég fékk hana ekki fyrren á þriðjudag (bý útá landi) þurfti semsagt að hafa tölvuna mina opna með risa viftu við hlið hennar að blása á skjákortið.
Loksins fæ ég svo viftuna, ég ríf hana úr pakkanum og hendist inn í herbergi. Tek skjákortið úr og byrja að skrúfa gömlu viftuna úr í rólegheitum, þegar það er búið fer ég svona að.
Step 1: Ég setti nýju viftuna á sinn stað (sama stað og hin gamla var) og setti “skrúfurnar) í þannig það væri fast.
Step 2: Ég tengi leiðslurnar (helviti margar leiðslur enn ég kemst af)
Step 3: Loka kassanum, ræsi tölvuna, fer í WoW og er í honum í 10 min þangað til að ég crasha
Þá verð ég verulega pirraður og tek eftir í sömu leyti eftir einhverjum ”Heat sink“ sem er í kassanum. Ég sé ekki neinn stað þarsem þetta getur farið á, með kassanum fylgdu:
”Thermal Paste“
”Heat Sink x4“
”3-4 Pin Adabpter x1“
”Thermal tape x4“
Og væntanlega eitt stykki ”Cooling fan x1“
Getur einhver hjalpað mér hvort þessir ”Heat Sink “ gera eitthvað annað enn að vera aukahlutir?
Ef svo er getiði leiðbeint mér hvar og hvernig ég á setja þessa ”Heat Sink" á?