Þú verður eiginlega að vita brautarhraða (FSB), stærð skyndiminnis (L2 cache) og klukkutíðni (MHz). Intel hefur t.d. framleitt örgjörva sem að eru mjög svipaðir t.d. með sömu klukkutíðni en síðan hafa þeir kannski sitthvora gerðina af socket. Einfaldast fyrir þig getur verið að opna bara hliðina á tölvukassanum þínum og séð hvað stendur á socketinu, það er alltaf merkt! Síðan geturðu einnig flett móðurborðinu upp sem að er í tölvunni þinni og séð í tæknilegum upplýsingum hvernig socket það hefur.