Já, það er hægt.
En, þú verður að vera með Hard Disk Controller sem styður Striping (RAID 0) og einnig verður controllerinn að styðja diskana þína, þ.e.a.s. ef að þú ert með SATA diska þá verðurðu að vera með SATA controller.
Flest nýleg móðurborð í dag eru með svona “onboard” RAID controller, sem þýðir að þú þarft ekki að kaupa þér sér controller til að geta verið með RAID (Redundant Array of Independent Disks) uppsetningu. Vertu bara viss um að þú sérst með svoleiðis, annars þarftu að kaupa þér RAID controller fyrir PCI rauf til að geta gert þetta. Einnig þarftu að vera viss hvort að diskurinn sem að þú átt nú þegar (sem þú vilt nota í þetta) sé Serial-ATA eða Parallel-ATA. Þeir verða báðir að vera annað hvort S-ATA eða P-ATA, ekki sitthvor gerðin.
Æskilegt er að þú hafir samskonar diska (sama framleiðanda, týpu og stærð), það er samt ekki skilyrði.
Þafðu samt eitt í huga, ef að annar diskurinn klikkar (eyðileggst) þá missirðu öll gögnin, ekki bara gögnin sem eru á bilaða disknum heldur ALLT SAMAN. T.d. ráðlegg ég þér ekki að geyma ljósmyndir og önnur persónuleg gögn sem að þér þykir vænt um á svona diskauppsetningu.
Það sem að þú græðir aftur á móti á þessari uppsetningu er að þú nánst tvöfaldar afkastagetuna, þar sem að controllerinn skiptir öllum gögnum í litla bita og skiptir þeim jafnt á sitthvorn diskinn, samtímis.
Kv. Sverri