Nú hefur það gerst undanfarið að tölvan frjósi bara allt í einu. Stundum fæ ég bara feitan blue screen, stundum blár skjár með hvítum stöfum sem segir eitthvað ‘if this is the first time this happens restart your computer…’ en það hefur reyndar bara gerst 2-3 sinnum, en svo er það algengasta að skyndilega frýs allt og ég get ekki hreyft neitt.
Ég hef skannað tölvuna fram og til baka í leit að vírusum og spyware, hún er alveg clean í því máli.
Svona er kvikindið:
Intel(R) Celeron(R) CPU 3.06GHz
Radeon x600 256mb
1gb RAM (x2 512mb)
SoundMAX Digital Audio
Tölvan er tiltölulega ný (keypt í október-nóvemember á síðasta ári) en hún byrjaði ekki að frjósa fyrr en fyrir ~1-2 mánuðum. Ég hef tekið eftir því að í hvert skipti sem hún frýs breytist hljóðið í viftunni inni í tölvunni, veit ekki hversu mikið það hefur að segja. :p Allavega lendi ég líka í mjög lágum FPS í leikjum (World of Warcraft sem dæmi) sem kemur mér á óvart þar sem kvikindið ætti alveg að ráða við svona.
Ég vona að einhver geti hjálpað mér eitthvað með þetta, öll hjálp er mjög vel þegin. :)