Líklegast er að sjónvarpið sé ekki fullkomlega svhs-samhæft. Þetta lýsir sér alla vega nákvæmlega eins slíkt vandamál.
Lausnin er að fá sér svhs-decoder (lítið og nett stykki) og viðeigandi snúrur. Pakkinn sem ég nota samanstendur af svhs-rca decoder, rca-myndsnúru, mini jack í rca hljóðsnúru og tengistykki fyrir rca í scart. Það eru ábyggilega fleiri möguleikar til en mestu máli skipti að fá shvs-decoder.
Verslunin Íhlutir í Skipholti 7 selur það sem þarf í þetta.
Það eru til 10 tegundir fólks í heiminum; fólk sem skilur tvíundakerfið og fólk sem gerir það ekki.