Er þetta IOS Cisco?
Ef svo er, farðu þá í start -> All Programs -> Accessories -> Communications -> HyperTerminal
Sláðu þar inn nafn sem þú vilt nota fyrir tenginguna og íttu á OK.
Í host address skrifaru IP töluna á routernum (sama tala og er í “Default Gateway” þegar þú ferð í start -> run -> cmd -> ipconfig/all), hefur “Port number” 23 og “Connect using” : “TCP/IP (Winsock)”.
ítir svo á ok.
Þá ætti að koma upp á skjáinn:
—
User Access Verification
Password:
—
Þarna verðuru að slá inn passwordið til að fara komast inní routerinn.
þegar þú ert kominn inn í routerinn ætti að standa “Router>” á skjánum. sláðu einn “enable” og íttu á enter.
Þá biður hún um Admin password fyrir routerinn.
Eftir það áttu að vera kominn inn í “Router#”.
Þarna skrifaru “Configure Terminal”, þá áttu að komast inní “Router(config)#”.
Þar slærðu svo inn nat færsluna.
Formatið á Nat færslunni er
ip nat inside source static [tcp eða udp] [ip talan á tölvunni með þjóninn] [port númer á þjónustunni] [utanhúss ip tala á routernum] [port númer sem þú vilt að þjónustan sé aðgengilega á] extendable.
Semsagt. ef að tölvan er með http server á port 80, og er með ip töluna 192.168.32.8, og utanhúss ip talan er 194.144.84.35 og þú vilt hafa þetta á porti 8080 utanfrá, þá myndiru slá svona inn:
ip nat inside source static tcp 192.168.32.8 80 194.144.84.35 8080 extendable
Þegar þú ert svo búinn að slá inn allar þær nat færlsur sem þú vilt hafa, þá skrifaru “End”. Þá ertu kominn aftur í “Router#”
Byrjaðu þá á að athuga hvort að allt virki rétt, og hvort nat færslan virkar.
Ef hún virkar, skrifaðu þá “Write memory”, og þá ertu búinn að skrifa breytingarnar í rom minnið á routernum.
Þegar það er komið skrifaru “exit”, and you're all done :D
gangi þér vel með þetta. Spurðu bara ef þú lendir í einhverju veseni.