Ég hélt að power supplyið væri ónýtt og skipti um en það virtist ekki hjálpa, tölvan gaf ennþá frá sér 3 há bíp hljóð þó svo að nýja powersupply viftan virtist hreyfast á eðlilegum hraða.
Ég googlaði smá og fann þá
http://acronymsonline.com/lists/beep_chart.asp
American Megatrends Inc. (AMI) BEEP Codes:
• 3 Beeps - Main memory read / write test error.
svo ég prófaði að skipta um ram og prófaði allar raufarnar 3 sem eru á móðurborðinu og ekkert virkaði.
Svo fór viftan á skjákortinu mínu að gefa frá sér óvenju háan nið en mér sýndist viftan fara eðlilega hratt en ákvað samt að prófa að skipta um skjákort og setti gamalt voodoo 3 kort í og prófaði að kveikja aftur á tölvunni. Það eina sem breittist er að í stað 3 hárra bíp hlóða heyrast 2 hröð click hljóð einhverstaðar inní tölvunni.
Það kemur ekkert á skjáinn og ljósið á honum blikkar eins og hann sé ekki í sambandi. Er þetta skjákorts raufin sem er biluð eða hvað?