Sjáðu til, ég veit náttúrulega ekkert um á hvað þú keyptir skrifarann þinn og ætla ekki að gagnrýna það.
En þú verður að gera þér grein fyrir því að óháð því hvar/á hvað þú keyptir hlut og hve mikið hann er notaður þá selst hann ekki á hærra verði en einhver vill borga fyrir hann. Auðvitað geturðu reynt að hækka mat þess sem skoðar auglýsinguna með því að benda á staðreyndir. Hins vegar ef það er hægt að fá hlutinn útúr búð ódýrari en uppsett verð text þér aldrei að selja hann á því verði sem þú biður um.
Dæmi: Ég keypti móðurborð í gegnum þessa netverslun sem scoby benti á (í alvörunni). Þetta móðurborð kostaði $129 eða u.þ.b. úti í búðinni. Samtals borgaði ég newegg $135 (sendingarkostnaður til shopusa). Hlutur sem kostar $135 í dag úti í USA myndi verða kominn hingað fyrir alls 13.900 kr. ef við gerum ráð fyrir því að við myndum borga $5 í flutning til vöruhúss shopusa væri það undir 14.500 kr. Þannig að þú sérð að það að biðja um 20.000 kr. er bara alltof mikið fyrir vöruna.
Utan efnis, hefur einhver tekið eftir því að shopusa hefur komið upp heimasíðunni
http://www.shopusa.com?