Já… ég er í hálfgerðum vandræðum með fartölvuna mína. Þannig liggur mál með vexti að ég er í Menntaskóla sem þarf að hafa fartölvu. Það sem er að minni er að Touchpad-inn virkar stundum ekki, þegar ég kveikji á tölvunni virkar hann ekki, virkilega böggandi. En allavega það er ekki það eina sem er að. Ég er alltaf að detta útaf netinu, s.s disconnectast við wireless tenginguna. Ég fór með tölvuna niðrá tölvuver í skólanum mínum til að spurja fólki sem er það hvort það vissi hvað væri að, en það vissi bara ekki neitt. Enda kunna bara ekki neitt á tölvur. Vinur minn segir mér að þetta sé vírus, hann heldur að þetta sé ‘Lovegate’ vírus r sum. Þannig ég skannaði allt dótið með ýmsum vírusforritum en þau fundu ekki neitt.

Ég hreinlega verð að laga þetta enda er þetta að gera mig brjálaðan. Þannig ég spyr… vitiði hvað er að ? hvernig ég laga þetta ?
Birgir Þór