Þetta er fyrsta skeytið mitt á Huga, var að skrá mig inn. Rétt í þessu hafði ég samband við Nýherja til að kanna hvað það kostaði að gera við 5 ára gamla ThinkPad. Já ég veit - tölvur úreldast á skemmri tíma en ég hef ekki efni á tölvu og þarf ekki að gera annað (þótt mig langi til þess) en vera nettengd og nota word. Mér var sagt að það borgaði sig að kaupa nýja. Jæja. Á vef þeirra kemur fram að ódýrasta nýja ThinkPad er á rúmlega 88 þúsund kr. Það er þá líklega ekki mikið undir 100 kallinum að gera við gömlu - eða hvað? Skjárinn og geisladrifið eru í ólagi eftir að tölvunni var stolið erlendis. Það sem ég er svo ósátt við er að við andmælum aldrei þótt búið sé að byggja upp samfélagið okkar sem einnota samfélag - tölvur eiga ekki að endast nema í þrjú ár, ísskápar í tíu ár etc.etc. Og bílar??? Svo eigum við bara alltaf að kaupa nýtt. Eru allir á flugleiðatekjum? Nei.