ég er að fara að kaupa mér móðurborð og örgjörva og er maður búinn að flakka á milli í leit að góðum tilboðum. Ég kom auga á Thunderbird örgjörva og leist vel á verðið og já var að íhuga að skella mér bara á þann grip (1ghz).
Ég fór síðan að segja vinum og kunningjum frá fyrirætlunum mínum og fékk ég þá þessi svör.
“ekki kaupa þér Thunderbird, fáðu þér frekar Intel örgjörva”
“af hverju?”
“um þeir eru bestir”
“þeir eru helmingi dýrari”
“um já það er að því að þeir eru bestir”
“en þeir eru jafn hraðvirkir”
“um em þeir eru bestir!!”
Hvað er það sem Intel hefur yfir aðra örgjörva, hvað gerir þá það spes að menn borga miklu hærra verð til þess að eiga grip með þessu merki?