Ég er að spá í að fá mér fartölvu og var að spá í hvort merkið ég ætti að fá mér.
Sko ég hef soldið verið að spá í að fá mér Acer þar sem bróðir minn á Acer og hefur átt hana í 2 ár og hún hefur aldrei þurft að fara á verkstæði og hún hefur gengið rosalega vel nema að stundum heyrirst soldið hátt í Viftunni, er það einhvað sem er tengt Acer vélum eða er þeta bara svona hjá honum.
Svo á annað borð er það Dell, Þær eru náttúrulega alveg svakalega traustar en mér finnst bara ég vera að fá einhvað minn fyrir peningin en hjá Acer, hér er Dæmi :

Dell Inspiron 9300 fartölva
Intel Pentium M 750 1.86GHz/2MB, 533Mhz FSB
512MB 533MHz DDR2 vinnsluminni (1x512)
17“ WXGA TFT skjár (1440x900)
128MB ATI Radeon X300 skjákort
80GB 5400rpm ATA-100 harður diskur
8X DVD+/-RW DVD skrifari
10/100 netkort & 56k v.92 mótald
Intel Pro 2200 þráðlaust netkort (802.11 b/g)
TrueMobile 350 Bluetooth
Intel AC 97 hljóðkort & hátalarar
6x USB 2.0, FireWire, S-Video, VGA/DVI skjátengi,
IEEE 1394 FireWire, SD minniskortalesari
Þyngd frá 3.6kg.
199.000 Kr

Á meðan Þessi hérna Acer Talva er Nokkuð Betri en er engu að Síður 20k Kr ódýrari

Fartölva - Acer Aspire 5514WLMi - Centrino
Örgjörvi - 2.0 GHz Intel Pentium M Dothan760 - Centrino með 2MB flýtiminni
Minni - 1 GB DDR2 533MHz 240pin - Stækkanlegt í 2GB
Harðdiskur - 100 GB Ultra ATA100 hljóðlátur harðdiskur 4200RPM
Skrifari - Slot 8xDVD±RW Dual Layer skrifari sem einnig skrifar CD-RW
Skjár - 15.4” WideScreen WXGA CrystalBrite með 1280x800dpi
Skjákort - 128MB ATI Radeon X700 PCI-Express skjákort með TV-út tengi
Netkort - Gigabit 10/100/1000 netkort og 56K mótald
Þráðlaust - Innbyggt þráðlaust 54Mbps 802.11g netkort og BlueTooth kort
Tengi - 3xUSB 2.0, S-Video inn/út, FireWire, DVI/VGA, Type II PC Card o.fl.
Þyngd - Þyngd 3.1Kg, W 364 x D 279 x H 39mm
Annað - Innbyggður 4 in 1 kortalesari fyrir flestar gerðir minniskorta
Annað - BlueTooth VOIP sími,
Sjónvarpskort og 2 fjarstýringar.
179.000 Kr

Eins og Þið sjáið þá hefur Acer Talvan Betra Vinsluminni, Betra Skjákort, Er með sjónvarpskorti með 2 fjarstýringum og Öflugari örgjörva hún er líka með 20Gb stærri disk (en hann er með lægri snúninga/min en Delll diskurinn).

Núna er úr vöndu að ráða, Hvorta tölvuna á ég að fá mér, Ég verð að segja að ég hallast nú aðeins meiar að Acer en Dell