Grunn munurinn á switch og hub, er að hubinn er “heimskari”, það er hann sendir allar sendingar á allar tölvur sem eru tengdar við hann.
Það þýðir að ef þú ætlar að senda pakka á milli tölvu a og d í fjögra porta höb, þá sendir höbbinn, pakkann á allar tölvurnar (a,b,c og d), sem veldur töluverðu delay, þegar mörg tæki eru tengd saman.
Switch hins vegar er heldur gáfaðri, og sendir pakkann, aðeins á það tæki, sem pakkinn er ætlaður, og því er hann mun hraðvirkari ef mörg tæki eru tengd við hann.
Kveðja habe.