Jæja, nú er komið að því….

Af því að ég veit að allir vélbúnaðar-nöttarar eru hardware-pervertar inni við beinið þá ætla ég að skora á ykkur að kíkja agnarstund, tvo tíma eða svo, á beina útsendingu frá MacWorld.

Steve Jobs mun stíga á stokk og kynna nýjar tölvur (iMac?), nýja BSD stýrikerfið MacOS X ásamt fleira góðgæti (1394b? [þ.e.a.s. 800MBit/1.6GBit firewire])

Mér skilst að popp og kók verði í boði á staðnum og ég vonast til að sjá alla hressa! :-)

Friðu