Tölvan sem þú virðist hafa verslað á newegg og flutt hingað inn til lands án þess að borga virðisaukaskatt og tolla kostar í dag á newegg 1018$, þ.e. um 61.000 kr þar. Sú tölva kostar fengin í gegnum ShopUSA 93.000 kr.
Ef við tökum frá 23.000 kr fyrir skjá getum við borið saman tölvurnar á þennan hátt.
Þín(70.000 kr.(eða mínus skattur og tollur)):
3-5 viku bið eftir vörunni.
Erfitt að fá hluti endurnýjaða ef þeir eru þá í ábyrgð.
Hraðvirkari en minni harður diskur.
Hraðvirkara skjákort með minna minni.
Enginn skrifari og hægvirkara netkort.
WD Raptor => Háværari tölva.
Mín(70.000 kr), eða sú sem ég er að bjóða upp á:
1-2 daga bið eftir vörunni.
Mjög einfalt að fá hluti endurnýjaða ef þeir eru í ábyrgð.
Mikið stærri harður diskur með lengri svartíma en skrifar og les álíka hratt skv.
tomshardware.
Meira skjákortsminni en hægvirkara kort.
DVD +/- skrifari og Gigabyte netkort.
Ég er ekki að gleyma því að þú ert með fancy 7.1 hljóðkort. Það er lítill munur á 7.1 og 5.1 nema í þeim mun stærri sölum og þar að auki lítill munur á 24 bit og 16 bit nema maður sé með þeim mun betra hljóðkerfi.10 og 20k hljóðkerfi nægja s.s. ekki.
Ég held að við séum að tala um að þú sért að ræna okkur (skatti og tolli). Þú hefur ekki enn sagt okkur hvar þú verslaðir þetta, bara bent óbeint á newegg. Ég vil samt ekki vera að saka þig um neitt. Reikningsdæmið passaði bara of vel.