Þannig er mál með vexti að foreldrarnir eru að fara til USA eftir hvað viku eða svo, og mig langar að fá mér fartölvu og bað mömmu um að kaupa eittstykki úti og mig vantar nokkur ráð.
Var að pæla mikið á að fá mér iBook tölvu kostar sko alveg helmingi minna úti. Þið megið líka komið með tillögur, hef ekki hundsvit á fartölvum.
Já en málið er hvernig er best að fara að þessu, kaupa hana bara á netinu og láta senda á hótelið sem þau verða á eða? Eða kannski láta mömmu bara fá pening og láta hana kaupa hana úti, ekkert á netinu kjaftæði?
Síðan var ég að pæla í tollinum hvað er mikill tollur á fartövlum? Er ekki hægt að fara bara út með tösku og koma heim með tölvunna í töskunni, eins og hún væri notuð. Þá mundi maður líka sleppa við vaskinn.
Og að lökum var ég að pæla með lyklaborð og svoleiðis, það er náttúrulega ekki íslenskt lyklaborð á bandarískum tölvum. Get látið skipta um lyklaborð hér heima (ég er að tala um fartölvur) eða þarf ´maður kannski ekki íslenskt lyklaborð? Og líka var ég að spá með straum og svoleiðis, gæta ég alveg plökkað hana í samband og svoleiðis væri ekkert vesen?
Borgar það sig yfir höfuð að kaupa úti eða á netinu (miklu miklu ódýrara). Og með hverju mælið þið.
Fyrirfram þakki