Hvernig lýsir þetta sér? Er myndin kannski svarthvít og bjöguð?
Ef svo er er sjónvarpið líklega ekki fullkomlega Super-VHS samhæft.
Ég hef lent í nákvæmlega þessu sömu vandræðum og eina lausnin var að fá snúru með SVHS decoder. Venjulegar SVHS -> scart snúrur sem eru seldar í tölvubúðum duga m.ö.o. ekki.
Svona decoder fæst m.a. í Íhlutum í Skipholti 7.
Pakkinn sem þarf til er decoder, RCA video snúra, minijack í RCA hljóðsnúra og millistykki til að tengja RCA í Scart. Hann kostaði um 2000 kall þeg ar ég keypti þetta.
Ég var búinn að bölva mörgum mismunandi skjákortum sem ónýtum áður en ég fann þessa lausn.
Vona að þetta hjálpi þér.
Það eru til 10 tegundir fólks í heiminum; fólk sem skilur tvíundakerfið og fólk sem gerir það ekki.