Ég mæli með Stacker kassanum frá Cooler Master. Hann er mjög nettur, hefur pláss fyrir einhver 11-12 5" drif, allur úr áli, fylgja einhverjar 3 viftur, hægt að fá úber stóra viftu sem er fest inní hliðina á honum. Það er hægt að samtengja 2 powersupply og nota saman (nauðsynlegt ef þú værir að fullnýta allt plássið í honum). Svo er hann bara mjög nettur í heildina og flottur í útliti.
Eini gallinn sem ég sé við hann er að hann er frekar plássfrekur (:P) og hann kostar minnst held ég 17.000 kall útúr búð hérlendis án þess að powersupply fylgi með.
“If it isn't documented, it doesn't exist”