Verðið sem hann gefur upp er verð miðað við upplýsingarnar sem þú gefur.
2,66 ghz (Intel? Hvernig socket? Kæling? Prescott? Northwood?)
RADEON X850 Pro (Hvaða framleiðandi og hversu gamalt er kortið? btw, hvar fannstu x850PRO AGP kort á íslandi?)
1GB vinnluminni (Hversu hraðvirkt er vinnsluminnið, hvað eru þetta stórir/margir kubbar og ef það er ekki noname, hvernig tegund er það?)
80Gb harðidiskur(Tegund? Aldur?) Get látið fylgja með flakkara(160)(Tegund? Aldur?)
Sjónvarpskort (Tegund? Aldur? Eiginleikar?)
2 netkort (ADSL, modem, ethernet eða coax?)
Gott Hljóðkort (Hvernig hljóðkort eru góð?)
Svo máttu segja hvort þetta er í ábyrgð, hvort þetta hafi verið OC, það vantar upplýsingar um kassa, móðurborð geisladrif, power supply, mús og lyklaborð(ef það fylgir með) o.fl.. Í góðri uppsetningu á svona auglýsingu fylgir yfirleitt líka hlekkur sem bendir á nánari upplýsingar um íhlutinn. Það eykur mjög líkurnar á sölu á góðu verði ef þetta kemur fram.
Miðaðvið að þetta sé allt það versta sem hægt er að reikna með miðað við upplýsingarnar sem þú gefur (ég held reyndar að svo sé ekki) er hægt að setja saman sambærilega tölvu fyrir 37.500 með smá veseni.
Til að hjálpa þér við að nálgast þessar upplýsingar bendi ég þér á þetta forrit:
CPU-ZAthugaðu þó að margfalda memory frequency með 2 áður en þú auglýsir næst.
Vona að þetta hjálpi þér eitthvað.Kv. Hilma