Ef þú hefur ekkert að gera þá væri hjálp vel þegin :)
Þarf smá hjálp þar sem ég hef ekki verið mikið inn í vélbúnaðarmálum síðustu 2 árin.
Gefum okkur það að ég ætli að eyða 160.000-200.000 í tölvukassa og innihald.
Vill hraða og stöðugleika en taka tillit til hávaða þar sem ég sef í sama herbergi og tölvan og hún er í gangi 24/7.
Er til í að láta meiri pening í Móðurborðið, Örgjörvan, Vinnsluminnið og Hörðudiskana(minnst 2x 250GB) og taka þá bara sæmilegt skjákort, hljóðkort, DVD/Brennara, Tv kort og það sem eftir er.
Ætti að geta fundið kassa sjálfur en ef einhver veit um stílhreinan og hljóðlátan kassa þá væri fínt að fá ábendingar :)