Eina ástæðan fyrir því að ég er að posta þessu hérna er það að þetta vandamál er búið að vera hrjá mig í dágóðan tíma. Þannig er það að ég er með Riva TNT 16mb:þ og uppfærði tölvuna mína fyrir nokkru síðan úr 400mhz upp í AMD Athlon 750mhz og einnig nýtt AMD móðurborð. Þegar ég síðan er búinn að setja allt aftur í kassann og búinn að ná í drivera fyrir skjákortið mitt þá í hvert skipti sem að ég starta einhverjum leik sem að ég keyri í 3D, þá eftir að ég hætti í þeim þá kemur bluescreen eða þá hreinlega að tölvan mín frís. Suma leiki get ég spilað bara í software en það er eigi gaman:D Ég prófaði að setja upp nýrri drivera þegar að þeir komu en það virkaði ekki, þannig að akkúrat núna er ég alveg ráðalaus, tími ekki með hana (tölvuna:þ) í viðgerð (ekki strax allavega) og þess vegna ákvað ég að spyrjast fyrir hérna, hvort að einhver vissi hvað væri að.
Öll hjálp væri mjög vel þegin….
“There is no need for torture, hell is other people.”