Þannig er að ég er nýbúin að kaupa mér IBM R52 fartölvu. Lennti strax í miklu veseni með að ná að tengjast þráðlausu tengingunni sem er hérna heima, og misssti hana frá mér í viðgerð sem skilaði engum árangri í það sem virtist eilífð. Svo var það lagað af öðrum. Seinustu daga hef ég notað í að færa fullt af hlutum af tölvunni sem ég notaði áður yfir á þessa, hef þá haft hana í sambandi mestan tímann, bara fært mig í stutta stund í einu. Í gær færði ég mig í svona 5. skipti, var ekki í sambandi í svona 5 mínútur, fór svo að borða, en tengdi hana fyrst og lokaði. Allveg síðan ég opnaði hana aftur hefur batterímælirinn verið fastur á 97%, og hann bara fer ekki ofar. Ég hef prófað að taka hanaúr sambandi, en ekkert virðist virka. Mig langar helst ekki að missa hana aftur í viðgerð, þannig að ég ákvað að byðja um hjálp hér fyrst. Ég er með Power Manager á Power Source Optimized. Er batteríið bilað eða get ég gert eitthvað til að laga þetta?
Kærar þakkir til þess sem svarar þessu.
- MariaKr.