Ég er með Guillemot 64 MB GF2 kort, og hef átt í nokkrum vandræðum með það. Eitthvað kom víst fyrir driverana, og núna á kortið verulega erfitt. Það frystir vanalega tölvuna u.þ.b. 4-5 mínútum eftir að ég starta leik (T.d. BG2, Quake 3, Diablo 2). Gæti nokkur hugsanlega bent mér á hvað er að? Ég setti gamla Riva TNT kortið mitt í í staðinn… *sob*
Og annað: Ég er með ASUS 8x DVD drif en það á það til að annaðhvort gefa mér bluescreen eða litlar grænar rendur efst á skjánum (Gerist vanalega þegar ég opna My Computer eða reyni að lesa af því, en hefur átt það til að gera þetta upp úr þurru). Ég á svo sem auðvelt með að losa mig við bluescreenið og klára það sem að ég er að gera en eftir þetta ruglast taskbarinn minn alltaf. Ég er búinn að reyna allar hugsanlega hraðastillingar, en þetta gerist samt. Er eitthvað ráð við þessu? Ég vil helst reyna að halda drifinu ef það er hægt!<br><br>Royal Fool
“You've been Fooled”