Ok… eitt af vandamálunum er það að tölvan finnur ekki harða diskinn minn þegar ég starta henni… þeas ekki fyrr en eftir langan tíma. Stundum þarf ég að bíða eftir að hún reyni að boota með öllu hinu draslinu og restarta henni til að hún finni hann.
Annað vandamál, og öllu stærra þykir mér, er að tölvan tekur ansi oft upp á því að restarta sér meðan ég er í einhverjum leikjum, svo sem CS:S (sjaldan þó), THUG2 (heldur oftar) og hinum klassíska Crimsonland (svipað oft og í THUG2). Ég er með Speedfan og það segir mér að örrinn sé ekki að ofhitna þegar ég er í þessum leikjum, ekki einu sinni nálægt því. Svo mig grunar helst skjákortið, en þegar ég tók það út kom í ljós að heatsink'ið á því er orðið marglitað, sem bendir til að það hafi ofhitnað einhvern tímann og virki því ekki lengur eins og það á að gera.
En ég vil fá annað álit. Haldiði að bæði vandamálin tengist harða disknum eða eru þetta tvö aðskilin vandamál? Og hvað haldiði að sé málið með harða diskinn? Hann styður S.M.A.R.T. og það segir að hann sé í fínasta lagi…
Með fyrirfram þökk,
phrenic