Athugaðu hvort það séu nokkuð dauðir þéttar á móðurborðinu þínu. Þeir væru þá mjög óeðlilega bólgnir upp eða jafnvel farið að leka gums út úr þeim. Mjög algengt vandamál. Gerist ekki af neinum sérstökum ástæðum að ég held. Samt, ef þetta er mjög nýtt dót er það frekar ólílegt (innan við ársgamalt).
Annars gæti aflgjafinn líka verið farinn. Prófaðu bara að opna hann og sjá hvort það er eitthvað sprungið inni í honum (ekki bókstaflega - en samt í sumum tilvikum). Bara ekki skemma neitt því það er ekki hægt að útiloka að hann sé í lagi. Ef þú getur fengið lánaðan aflgjafa úr annarri vél til að prófa er það náttúrulega best. Einnig, ertu viss um að power-takkinn sé tengdur í móðurborðið þitt rétt ;) ?
En svona í alvöru talað, til að leysa svona vandamál máttu búast við að þurfa að skipta út hverjum einasta nauðsynlega íhlut vélarinnar til að finna bilunina. Þ.e.a.s. auka minni, örgjörva, móðurborð og aflgjafa. Þarft því að eiga þrennt af þessu til að geta verið viss um að finna bilunina. Þess vegna er oft betra að fara með tölvuna í viðgerð. Samt alltaf betra að laga sjálfur - þ.e.a.s. ef tíminn er þess virði.